WordPress vefir á Íslandi

WordPress hefur á síðustu árum þróast í það að vera öflugt vefumsjónarkerfi með yfir 200 milljón notendur. Þróunin tók stórt skref í þessa átt með útgáfu 2.7 árið 2008 og útgáfu 3.0 sem kom út 2010. Á næsta ári er von á útgáfu 3.4 auk þess sem fullkomin íslensk þýðing er væntanleg í kjölfarið.

Íslenskum fyrirtækjum sem keyra vefi sína á  WordPress fjölgar með hverju árinu. Sérstaklega er áberandi hvað sprotafyrirtæki eru dugleg að nýta sér kerfið. Vafalaust spilar þar inn hversu fljótlegt það er í innleiðingu og hversu notendavænt það er, en einnig má gera ráð fyrir að kostnaðarvitund spili nokkuð stóran þátt í valinu.

Með hjálp Twitter samfélagsins tók ég saman nokkur dæmi um íslensk fyrirtæki og einstaklinga sem nota WordPress á sýnum vefjum. Listinn er ekki tæmandi og er einungis ætlað að gefa innsýn í fjölbreytnina í WordPress vefsíðum hér á landi.

Nánar um vefina

 • simon.is | Fréttavefur sem fjallar um allt er viðkemur snjallsímum
 • gummisig.is | Pixlar og leturgerðir eru ferskvara hjá vefhönnuðinum Gummasig
 • mindgames.is | iOS leikir sem hægt er að stjórna með hugarorkunni einni saman
 • fafutoys.com | Umhverfisvæn leikföng sem styðjast við open play hugmyndafræðina
 • kjotbokin.is | Nafnið segir allt sem segja þarf
 • selected-songs.com | Öðruvísi tónlistar bloggsíða
 • thordc.com | Gagnaver sem keyrir á 100% grænni orku
 • amivox.com | Sprotafyrirtæki sem gerir þér kleift að hringja ódýrt
 • gerumeitthvad.is | Viðburðavefur fyrir alla fjölskylduna
 • gogogic.com | Hágæða leikir fyrir Facebook og iOS stýrikerfið
 • clara.is | Vöktun á umfjöllun um fyrirtæki, vörur og þjónustu á netinu
 • tvinna.is | Atvinnumiðlun með nýju sniði

Af þekktum erlendum vefjum sem keyra á WordPress mætti nefna Spotify.com, boingboing.com og Techcrunch.

2 thoughts on “WordPress vefir á Íslandi

Leave a Reply