WordPress app fyrir Android og iPhone/iPad

Einn helsti kosturinn við að nota WordPress vefumsjónarkerfið er sú stöðuga þróun sem er í kringum kerfið og alls kyns viðbætur sem gefa því aukið gildi fyrir notandann. Til marks um þetta má benda áhugasömum á að til eru frábær smáforrit (e. app) fyrir bæði Android og iPhone/iPad sem ekki margir vita af. Hef sjálfur verið að nota Android útgáfuna í nokkurn tíma og get fullyrt að hún svínvirkar og hefur reynst afar stöðug.

Forritin eru ætluð umsjónarmönnum WordPress vefja og bjóða upp á helstu aðgerðir pakkaðar saman í mjög notendavænt viðmót. Hægt er að fara í gegnum komment, setja inn nýja pósta, vista sem draft eða gefa út, breyta póstum o.fl. algengar aðgerðir sem nýtast daglegu viðhaldi á efni. Frábær eiginleiki er að einnig er hægt að fá sjálfvirk skilaboð í símaforritið þegar einhver skilur eftir athugasemd við grein á vefnum. Virkar bæði á WordPress vefi sem hýstir eru á eigin netþjóni og hjá WordPress.com. Forritin er hægt að sækja frítt hér fyrir neðan.

Kynning á WordPress fyrir Android

Sækja WordPress app fyrir Android

Sækja WordPress app fyrir iPhone/iPad/iOS

Leave a Reply