Vefverslun í WordPress

Næsta námskeið í WordPress vefverslun verður haldið miðvikudaginn. 24. feb. og mánudaginn 29. ferúar. kl. 16:15 – 19:15 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig setja má upp vefverslun í WordPress með WooCommerce viðbótinni, farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefversluninni með stílsniðum (e. themes).

storefront

WooCommerce vefverslun með Storefront stílsniðinu

Ætlast er til að nemendur hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu, en kennt verður á kerfið miðað við hýsingu á WordPress.org kerfinu. Notast er við WooCommerce vefverslunarkerfið. Nemendur fá ókeypis æfingavef til afnota á meðan námskeiðinu stendur.

Umsagnir ánægðra þátttakenda

„Kennarinn útskýrir ferlin vel sem þarf að framkvæma til að setja upp sína eigin vefverslun, jafnvel þó maður hafi ekki mikinn grunn í WordPress.

Skráning og nánari upplýsingar á vef EHI

Leave a Reply