Nýjungar frá Jetpack

Jetpack gáfu nýlega út útgáfu 3.2. Meðal nýjunga eru nokkrar betrumbætur á hraða og hvernig JetPack höndlar með ýmsa virkni eins og t.d. að sækja skyldar færslur (e. related posts). Þetta skiptir ekki svo litlu máli, en þekkt er að Google umbunar vefjum sem innihalda gott efni sérstaklega ef þeir eru líka hraðvirkir. Annað áhugavert eru mælingar sem sýna að auka má lestur á vef með því að birta notandanum tillögur að efni sem hann gæti haft áhuga á. Related posts virkar þannig að Jetpack fer yfir allar færslurnar á vefnum þínum, greinir þær og birtir aðrar færslur eftir skyldleika. Á vef Jetpack má meðal annars lesa sér til um það að margir af þeim vefjum sem hafa sett inn viðbótina hafi séð mikla aukningu í flettingum.

Sem dæmi má nefna að greina mátti aukningu upp á 79% á heimsóknum þar sem notandi smellir á fleiri greinar þegar bornar voru saman síður með og án virkninnar.  Það væri fróðlegt að sjá hvort hægt væri að ná svipaðri aukningu íslenskum vefjum.

Mynd: Jetpack.me

Mynd: Jetpack.me

Stjórnaðu hvaða mynd WordPress birtir efst á síðunni

Oft er spurt um það á námskeiðum hvernig má stjórna því hvaða mynd birtist efst á hverri síðu. Flestir þekkja hvernig má skipti út mynd í síðuhausnum eða birta myndir í tilviljanakendri röð (e. random). Lausnin sem WordPress bíður upp á við þessu nefnist „Featured Header image“ og er afar einföld í notkun. Áður en við getum nýtt okkur þessa virkni er þó rétt að athuga hvort stílsniðið sem við erum að nota býður upp á þennan stuðning.

Til að setja inn er valin sú síða sem myndin á að birtast á. Smellt á Pages > All pages > Edit page. Þar næst er  smellt á „Featured Image“ til að velja mynd. Athuga þarf að myndin sé nógu stór til að fylla í plássið sem stílsniðið hefur skilgreint fyrir efstu myndina að öðrum kosti birtist myndin ekki.

Virkjað er í gegnum “add an image” í tækjastikunni í ritlinum á síðunni. Þar þarf að smella á „Use as featured image“.

Mörg stílsnið styðja þessa virkni. Á WordPress.com eru til dæmis nokkur ókeypis stílsnið sem má prófa sig áfram með.

Fyrir þá sem eru með eigin hýsingu (.org) og vilja prófa sig áfram þá er til viðbót sem heitir Dynamic Headers og hefur verið að reynast nokkuð vel.

Munurinn á WordPress.com og WordPress.org

Margir velta fyrir sér muninum á WordPress.com og WordPress.org. Í stuttu máli mætti draga hann saman í eftirfarandi punkta:

WordPress.com

 • Ókeypis WordPress kerfi og hýsing á wordpress.com
 • Besta leiðin fyrir byrjendur til að læra að feta sig í nýju vefumsjónarkerfi
 • Mikið notað fyrir bloggsíður og upplýsingavefi
 • Notandi fær undirlénið [lén].wordpress.com, en hægt að kaupa .com lén fyrir nokkra dollara
 • Takmarkaður fjöldi á viðbótum (e. plugins)
 • Takmarkað úrval af stílsniðum, en hægt að kaupa sér aðgang að css breytingum
 • Einfalt að flytja vefinn yfir á annað lén og/eða hýsingu síðar meri ef þörf krefur
 • Hreinræktaðir auglýsingavefir ekki heimilaðir

WordPress.org

 • WordPress CMS kerfi og frjáls hugbúnaður sem notandi setur sjálfur upp
 • Notandi velur hýsingaraðila
 • Eigið lén sem getur verið hvað sem er (t.d. vefsidan.is)
 • Styður allar viðbætur (e. plugins)
 • Sveigjanlegt og hægt að setja upp fyrir hverskonar vefi
 • Mikið úrval af stílsniðum
 • Ótakmarkaður aðgangur á CSS breytingum
 • Hentar fyrir flest allar vefsíður