Stjórnaðu hvaða mynd WordPress birtir efst á síðunni

Oft er spurt um það á námskeiðum hvernig má stjórna því hvaða mynd birtist efst á hverri síðu. Flestir þekkja hvernig má skipti út mynd í síðuhausnum eða birta myndir í tilviljanakendri röð (e. random). Lausnin sem WordPress bíður upp á við þessu nefnist „Featured Header image“ og er afar einföld í notkun. Áður en við getum nýtt okkur þessa virkni er þó rétt að athuga hvort stílsniðið sem við erum að nota býður upp á þennan stuðning.

Til að setja inn er valin sú síða sem myndin á að birtast á. Smellt á Pages > All pages > Edit page. Þar næst er  smellt á „Featured Image“ til að velja mynd. Athuga þarf að myndin sé nógu stór til að fylla í plássið sem stílsniðið hefur skilgreint fyrir efstu myndina að öðrum kosti birtist myndin ekki.

Virkjað er í gegnum “add an image” í tækjastikunni í ritlinum á síðunni. Þar þarf að smella á „Use as featured image“.

Mörg stílsnið styðja þessa virkni. Á WordPress.com eru til dæmis nokkur ókeypis stílsnið sem má prófa sig áfram með.

Fyrir þá sem eru með eigin hýsingu (.org) og vilja prófa sig áfram þá er til viðbót sem heitir Dynamic Headers og hefur verið að reynast nokkuð vel.

3 thoughts on “Stjórnaðu hvaða mynd WordPress birtir efst á síðunni

 1. Andri says:

  Sæll vertu

  Þetta á kannski ekki við hér, en veistu hvort það sé auðvelt að setja wordpress upp þannig að hægt sé að láta borga fyrir áskrift af efninu og tengja það við eitthvað íslenskt kortafyrirtæki (t.d. Borgun)? Ég hef lent í vandræðum með það á mörgum vefumsjónarkerfum.

 2. Valur Þór says:

  Sæll Andri,

  Verð að viðurkenna að ég hef ekki kannað hvernig íslenskar greiðslugáttir standa gagnvart WordPress og öðrum vefumsjónarkerfum. Það gæti tvímælalaust verið áhugavert að skoða þetta betur þar sem ég veit að fleiri hafa áhuga á þessu. Aldrei að vita nema ég taki saman eitthvað efni og deili því hér á vefnum.

 3. Valur Þór says:

  Smá viðbót.

  Í stuttu máli eru mér vitanlega tvær leiðir færar ef þú vilt láta greiðslur fara um aðila á borð við Borgun eða Valitor. Sú fyrri er að innleiða greiðslugátt. Það kallar oftast á einhverja sérsmíði og er ólíklegt að slíkt borgi sig nema veltan sé þeim mun meiri. Að auki er alltaf ákveðin áhætta í því að innleiða greiðslugáttir sjálfur þar sem þú værir að vista eða gerast milliliður um viðkvæmar upplýsingar eins og t.d. kortanúmer o.fl.

  Hin leiðin sem væri líklega vænlegri fyrir fleiri væri að nota svokallað greiðslusíðu. Sú leið hentar líklega betur þar sem er um t.d. fáar vörur að ræða og velta minni. Þá þarf að stofna aðgang hjá Borgun/Valitor, síðan er settur sérstakur kóði sem þú færð úthlutað á t.d. Kaupa-hnapp. Þegar notandi smellir er honum vísað áfram á greiðslusíðu sem er hýst hjá Borgun/Valitor þar sem sjálf greiðslan fer fram. Tek fram að til að fá nákvæmar upplýsingar um verð og útfærslumöguleika væri best að skjóta fyrirspurn beint til þjónustuvera þessara fyrirtækja.

  Síðan mætti hafa í huga að á netinu er fjöldinn allur af öðrum greiðsluleiðum við kaup og sölu á netinu. Allt frá millifærslum í netbanka, kröfum í netbanka, greiðsluseðlum, póstkröfu, paypal o.fl. sem hver hefur sína kosti og galla. Svo mætti velta fyrir sér hversu margir versla á bland.is á hverjum degi og það án þess að hafa nokkuð sérstakt innbyggt greiðslukerfi.

  Hvet þig annars til að kynna þér hvað WordPress viðbætur eins og WP e-commerce gætu verið að gera fyrir þig, en þær koma oftast með stuðningi við margar erlendar þekktar netgreiðslugáttir eins og Paypal. Ókosturinn er kannski hvað þær eru lítið miðaðar að okkar litlu eyju.

  Vona að þetta hjálpi eitthvað. Ef einhver liggur á meiri upplýsingum væri að sjálfsögðu vel þegið að fá þær inn í athugasemdakerfið hér.

Leave a Reply