Nýjungar frá Jetpack

Jetpack gáfu nýlega út útgáfu 3.2. Meðal nýjunga eru nokkrar betrumbætur á hraða og hvernig JetPack höndlar með ýmsa virkni eins og t.d. að sækja skyldar færslur (e. related posts). Þetta skiptir ekki svo litlu máli, en þekkt er að Google umbunar vefjum sem innihalda gott efni sérstaklega ef þeir eru líka hraðvirkir. Annað áhugavert eru mælingar sem sýna að auka má lestur á vef með því að birta notandanum tillögur að efni sem hann gæti haft áhuga á. Related posts virkar þannig að Jetpack fer yfir allar færslurnar á vefnum þínum, greinir þær og birtir aðrar færslur eftir skyldleika. Á vef Jetpack má meðal annars lesa sér til um það að margir af þeim vefjum sem hafa sett inn viðbótina hafi séð mikla aukningu í flettingum.

Sem dæmi má nefna að greina mátti aukningu upp á 79% á heimsóknum þar sem notandi smellir á fleiri greinar þegar bornar voru saman síður með og án virkninnar.  Það væri fróðlegt að sjá hvort hægt væri að ná svipaðri aukningu íslenskum vefjum.

Mynd: Jetpack.me

Mynd: Jetpack.me

Leave a Reply