Ný námskeið í WordPress

Í febrúar og mars hefjast ný námskeið í WordPress. Í fyrsta skipti verður einnig boðið upp á framhaldsnámskeið.

WordPress – Byrjendanámskeið

Dags.: 10., 11. og 18. febrúar 2012 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Byrjendanámskeiðið í WordPress verður á sínum stað. Að þessu sinni er búið að bæta við einum aukadegi sem verður að hluta til notaður í vinnustofu.

WordPress – Framhaldsnámskeið

Dags.: 9., 10. og 17. mars 2012 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Í fyrsta sinn verður boðið upp á framhaldsnámskeið. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hýsa má eigin vef í WordPress og hvernig sníða má vefinn að eigin þörfum. Þá er fjallað nánar um hvernig hægt er að nýta sér stílsnið til að breyta viðmóti og virkni og hvernig má nýta sér vinsælustu viðbætur (e. plugins) og ýmsa sérvirkni fyrir WordPress. Farið er yfir nokkur einföld öryggisatriði í WordPress og helstu kosti varðandi hýsingu og lén.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnþekkingu á WordPress kerfinu eða lokið byrjendanámskeiðinu í WordPress og mæti með eigin fartölvu á námskeiðið.

Nánar um námskeiðin

Leave a Reply