Námskeið í WordPress

WordPress námskeið haust 2017 – Vor 2018

WordPress I – Grunnámskeið kennt á WordPress.com
Haust 2017 – Fim. 19. og þri. 24. okt. kl. 15:00 – 19:00
Vor 2018 – Fim. 15. og mán. 19. feb. kl. 8:30 – 12:30 

Á námskeiðinu verður kennt hvernig setja má upp WordPress vef hjá WordPress.com og farið yfir algengar stillingar, muninn á posts og pages og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefnum með stílsniðum

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endumenntunar Háskóla Íslands

WordPress II – Framhaldsnámskeið kennt á WordPress.org
Vor 2018 – Fim. 8. og 15. mars kl. 15:00 – 19:00

Á námskeiðinu er farið nánar í það hvernig sníða má WordPress vefi frekar að eigin þörfum með því að notast við WordPress viðbætur (e. Plugins). Ætlast er til að þátttakendur hafi góða grunnþekkingu á WordPress kerfinu.

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands

WooCommerce Vefverslun – Kennt á WordPress.org og WooCommerce
Vor 2018 – Fim. 22. og þri. 27. feb. kl. 16:15 – 19:15

Á námskeiðinu verður kennt hvernig setja má upp einfalda vefverslun í WordPress, farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefversluninni með stílsniðum.

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands

Vorönnin í WordPress námskeiðum 2016

Grunnámskeið kennt á WordPress.com
Fim. 21. og mán. 25. jan. kl. 8:30 -12:30
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/82V16

WooCommerce vefverslun
Mið. 24. feb. og mán. 29. feb. kl. 16:15 – 19:15
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/98V16

Framhaldsnámskeið kennt á WordPress.org
Fim. 7. og mán. 11. apr. kl. 15:00 – 19:00
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/99V16

Fylgstu líka með á vef Endurmenntunar Háskólans til að sjá hvenær næstu námskeið hefjast.

WordPress Grunnnámskeið hefst þann 11. apríl 2013 (Lokið)

Endurtekið námskeið á misserinu vegna mikillar eftirspurnar. Námskeiðið fer fram fim. 11. og lau. 13. apríl kl. 9:00 – 12:00 og fim. 18. apríl kl. 9:00 – 12:00 (3x).

Sístækkandi hópur fyrirtækja og einstaklinga reiða sig á WordPress vefumsjónarkerfið til að koma sér, vörum sínum og þjónustu sinni á framfæri á netinu. WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á mikinn sveigjanleika og er jafnframt auðvelt í notkun.

Námskeiðið er byrjendanámskeið. Á námskeiðinu verður kennt hvernig setja má upp WordPress vef hjá WordPress.com, farið yfir algengar stillingar, muninn á posts og pages og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefnum með stílsniðum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Farið yfir algengar stillingar.
 • Muninn á posts og pages.
 • Hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefnum með stílsniðum.
 • Hvernig flytja má vefinn frá WordPress.com og yfir á eigin hýsingu.

Ávinningur þinn:

 • Læra að setja upp eigin vef.
 • Geta séð um vefinn og þekkja helstu hugtök WordPress.
 • Geta breytt um útlit á vefnum.
 • Þekkja helstu hugtök þegar kemur að lénum og hýsingarmálum.

Fyrir hverja:

Fyrir einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og flest alla þá sem hafa áhuga á að læra að vinna í WordPress.

Mælt er með að nemendur komi með eigin fartölvu til að fá hámarksárangur af námskeiðinu og séu vanir því að vinna í vöfrum á borð við Chrome, Firefox eða Internet Exlplorer 9. WordPress keyrir á Mac/PC. Ekki er þó mælt með því að nota iPad á námskeiðinu.

Frekari upplýsingar og skráning hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 

WordPress II – Framhaldsnámskeið (lokið)

Dags.: 8., 9. og 16. mars 2013 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Á námskeiðinu er farið nánar í það hvernig sníða má WordPress vefi frekar að eigin þörfum með því að notast við WordPress viðbætur (e. Plugins). Ætlast er til að nemendur hafi góða grunnþekkingu á WordPress kerfinu.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvernig hýsa má eigin vef í WordPress og hvernig sníða má vefinn frekar að eigin þörfum
 • Hvernig hægt er að nýta sér stílsnið til að breyta viðmóti og virkni
 • Hvernig hægt er að nota viðbætur (e. plugins) og ýmsa sérvirkni til að sérsníða WordPress.org kerfið enn frekar

Umsagnir ánægðra þátttakenda
“Námskeiðið fær fullt hús stiga”

Skráning og nánari upplýsingar á vef EHI

WordPress II – Framhaldsnámskeið (Lokið)

Dags.: 19., 20 og 27. október 2012 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Á námskeiðinu er farið nánar í það hvernig sníða má WordPress vefi frekar að eigin þörfum með því að notast við WordPress viðbætur (e. Plugins). Ætlast er til að nemendur hafi góða grunnþekkingu á WordPress kerfinu.

Námskeiðinu er lokið.

WordPress – Framhaldsnámskeið (Lokið)

Dags.: 9., 10. og 17. mars 2012 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hýsa má eigin vef í WordPress og hvernig sníða má vefinn að eigin þörfum. Þá er fjallað nánar um hvernig hægt er að nýta sér stílsnið til að breyta viðmóti og virkni og hvernig má nýta sér vinsælustu viðbætur (e. plugins) og ýmsa sérvirkni fyrir WordPress. Farið er yfir nokkur einföld öryggisatriði í WordPress og helstu kosti varðandi hýsingu og lén.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnþekkingu á WordPress kerfinu eða lokið byrjendanámskeiði í WordPress og mæti með eigin fartölvu á námskeiðið.

Námskeiðinu er lokið.


WordPress – Byrjendanámskeið (Lokið)

Dags.: 10., 11. og 18. febrúar 2012 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Á námskeiðinu WordPress – Vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi verður kennt hvernig setja má upp WordPress vef hjá WordPress.com, farið yfir algengar stillingar. Farið er yfir ýmis gagnleg atriði sem gera síðuna þína sýnilegri í leitarvélum á borð við Google og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefnum með stílsniðum.

Námskeiðinu er lokið.

WordPress – Vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi (Lokið)

Dags.: 21. – 22. október 2011 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Yfir 200 milljón fyrirtæki og einstaklingar reiða sig á opna hugbúnaðinn WordPress CMS til að koma sér, vörum sínum og þjónustu sinni á framfæri á netinu. WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á mikinn sveigjanleika og er jafnframt auðvelt í notkun. Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér möguleika WordPress í vefsíðugerð.

Á námskeiðinu verður kennt hvernig setja má upp WordPress vef hjá WordPress.com, farið yfir algengar stillingar. Farið er yfir ýmis gagnleg atriði sem gera síðuna þína sýnilegri í leitarvélum á borð við Google og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefnum með stílsniðum.

 • Sagan á bakvið WordPress
 • Uppsetning og viðhald á vef í WordPress vefumsjónarkerfinu
 • Stjórnborð, Stillingar og öryggisatriði
 • Stílsnið. Hvernig auðveldlega má skipta um útlit.
 • Þegar gefa skal út vefinn í fyrsta skipti
 • Sýnileiki í leitarvélum. Hvernig virkar Google?
 • Hagnýt atriði varðandi lén og hýsingu
 • Flutningur á vef úr WordPress.com yfir í eigin hýsingu

Námskeiðið leggur áherslu á að vera hagnýtt og er ætlað þeim sem ekki hafa notað WordPress áður. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að vera færir um að setja upp nýjan vef í WordPress vefumsjónarkerfinu og aðlaga að sýnum þörfum.

Á námskeiðinu er notast við ókeypis hýsingu hjá WordPress.com. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi meðferðis fartölvu á námskeiðið.

Námskeiðinu er lokið.

Rekstur, stjórnun og markaðssetning (Lokið)

Dags.: 14. og 27. – 28. janúar 2011 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Hluti af námskeiði í rekstri, stjórnun og markaðssetningu smáfyrirtækja. Farið er yfir hver tilgangur vefjarins, hvaða hlutverki á vefurinn að gegna og hver eru markmið hans. Stór hluti námskeiðsins er hagnýtur og miðast við að nemendur læri sjálfir að fóta sig í WordPress vefumsjónarkerfinu.

Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu:

 • Hagnýt atriði varðandi uppsetningu á léni og hýsingu, sérstaklega hvað varðar íslenska vefi
 • Kynning á stjórnborðinu í WordPress
 • Uppsetning á nýjum vef
 • Valmyndakerfið
 • Stillingar og öryggisatriði
 • Stílsnið. Hvernig auðveldlega má skipta um útlit og breyta stílsniði
 • Hvernig leitarvélar virka
 • Hvernig flytja má vefinn af wordpress.com og yfir á eigið lén eða vefsvæði

Námskeiðinu er lokið

WordPress – Vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi (Lokið)

Dags.: 26. og 28. október 2010 hjá EHÍ – Endurmenntun Háskóla Íslands

Á námskeiðinu er kennt hvernig WordPress er sett upp, farið yfir algengar stillingar og öryggisatriði. Farið er yfir nokkur gagnleg atriði sem gera síðuna þína markaðsvænni og sýnilegri í leitarvélum á borð við Google.

Námskeiðið leggur áherslu á að vera hagnýtt og er ætlað þeim sem ekki hafa notað WordPress áður. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að vera færir um að setja upp nýjan vef í WordPress vefumsjónarkerfinu.

 • Sagan á bakvið WordPress
 • Uppsetning og viðhald á einföldum vef í WordPress
 • Stillingar og öryggisatriði
 • Stílsnið. Hvernig auðveldlega má skipta um útlit og breyta stílsniði.
 • Viðbætur (e. plugins) í WordPress
 • Hvernig má auka sýnileika vefjarins í leitarvélum

Námskeiðinu er lokið