Er góð hugmynd að leita að fríum stílsniðum (e. themes) á Google?

Í nýlegum pistli hjá wpmu.org er farið yfir hætturnar í því að nota frí stílsnið sem koma upp efst í Google leitarniðurstöðum. Enginn skortur er á fjölda niðurstaða þegar leitað er að fríum WordPress stílsniðum (e. free WordPress themes) í Google leitarvélinni og greinilegt er að rekstraraðilar þeirra sem verma efstu sætin hafa lagt mikla vinnu í leitarvélabestun til að ná efstu sætum.

Greinarhöfundur prófaði að sækja stílsnið frá vef sem er í 1. sæti í leitarniðurstöðum. Engum blöðum um það er að fletta að sú þema innihélt falda tengla í síðufæti sem vísuðu á ókunna síðu þar sem mátt nálgast hugbúnað af ýmsu tagi.

Þetta var bara eitt dæmi af mörgum sem mörg hver voru mun svæsnari. Flest áttu það sameiginlegt að verið var að fela tengla í stílsniðum til að hjálpa 3. aðila að skora hærra í Google leitarniðurstöðum. Slíkt fellur ekki sérlega vel að skilmálum Google (e. Google Webmaster Guidelines) um gagnsæi og góð vinnubrögð í rekstri og uppsetningu vefja, auk þess sem faldir tenglar eru ekki til þess að auka trúverðurleika og öryggi vefja í WordPress vefumsjónarkerfinu.

Ef þú ert í vafa hvort einhvert stílsnið innihaldi óæskilegan kóða er hægt að nýta sér TAC (Theme Authenticity Checker) viðbótina til að skanna í gegnum kóða í stílsniðum.

Nánar á wpmu.org.

Leave a Reply