Að breyta stílsniði (e. theme) í WordPress

Fyrir þá sem eru með WordPress vef og vilja sérsníða stílsniðið (e. theme) enn frekar er Inspect Element eitt af þessum ómissandi tólum í verkfærakistunni. Með Inspect Element getum við breytt stílsniði á vefnum með því að breyta eða bæta við CSS kóða í því theme sem virkt er hverju sinni. Þannig er hægt að fikra sig áfram og sjá breytingarnarnar í vafranum án þess að eiga á hættu að skemma nokkuð.

Continue reading

WordPress framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið í WordPress verður haldið fimmtudaginn. 7. og mánudaginn 11. apríl kl. 15:00 – 19:00  hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Á námskeiðinu er farið nánar í það hvernig sníða má WordPress vefi frekar að eigin þörfum með því að notast við WordPress viðbætur (e. Plugins) og nemendur fá einnig að prófa hvernig má sníða til stílsnið (e. themes) með því að nota CSS.

Á meðal þess sem verður farið yfir á námskeiðinu:

  • Hvernig hýsa má eigin vef í WordPress og hvernig sníða má vefinn frekar að eigin þörfum
  • Hvernig hægt er að nýta sér stílsnið til að breyta viðmóti og virkni
  • Hvernig hægt er að nota viðbætur (e. plugins) og ýmsa sérvirkni til að sérsníða WordPress.org kerfið enn frekar

Notast verður við plugin eins og Jetpack frá Automattic og fleiri. Ætlast er til að nemendur hafi góða grunnþekkingu á WordPress kerfinu, en kennt verður á kerfið miðað við hýsingu á WordPress.org kerfinu. Nemendum er útveguð ókeypis prufuhýsing á meðan námskeiðinu stendur.

Umsagnir ánægðra þátttakenda
“Námskeiðið fær fullt hús stiga”

Skráning og nánari upplýsingar á vef EHI

Nýjungar frá Jetpack

Jetpack gáfu nýlega út útgáfu 3.2. Meðal nýjunga eru nokkrar betrumbætur á hraða og hvernig JetPack höndlar með ýmsa virkni eins og t.d. að sækja skyldar færslur (e. related posts). Þetta skiptir ekki svo litlu máli, en þekkt er að Google umbunar vefjum sem innihalda gott efni sérstaklega ef þeir eru líka hraðvirkir. Annað áhugavert eru mælingar sem sýna að auka má lestur á vef með því að birta notandanum tillögur að efni sem hann gæti haft áhuga á. Related posts virkar þannig að Jetpack fer yfir allar færslurnar á vefnum þínum, greinir þær og birtir aðrar færslur eftir skyldleika. Á vef Jetpack má meðal annars lesa sér til um það að margir af þeim vefjum sem hafa sett inn viðbótina hafi séð mikla aukningu í flettingum.

Sem dæmi má nefna að greina mátti aukningu upp á 79% á heimsóknum þar sem notandi smellir á fleiri greinar þegar bornar voru saman síður með og án virkninnar.  Það væri fróðlegt að sjá hvort hægt væri að ná svipaðri aukningu íslenskum vefjum.

Mynd: Jetpack.me

Mynd: Jetpack.me