Að breyta stílsniði (e. theme) í WordPress

Fyrir þá sem eru með WordPress vef og vilja sérsníða stílsniðið (e. theme) enn frekar er Inspect Element eitt af þessum ómissandi tólum í verkfærakistunni. Með Inspect Element getum við breytt stílsniði á vefnum með því að breyta eða bæta við CSS kóða í því theme sem virkt er hverju sinni. Þannig er hægt að fikra sig áfram og sjá breytingarnarnar í vafranum án þess að eiga á hættu að skemma nokkuð.

Continue reading

Nýjungar frá Jetpack

Jetpack gáfu nýlega út útgáfu 3.2. Meðal nýjunga eru nokkrar betrumbætur á hraða og hvernig JetPack höndlar með ýmsa virkni eins og t.d. að sækja skyldar færslur (e. related posts). Þetta skiptir ekki svo litlu máli, en þekkt er að Google umbunar vefjum sem innihalda gott efni sérstaklega ef þeir eru líka hraðvirkir. Annað áhugavert eru mælingar sem sýna að auka má lestur á vef með því að birta notandanum tillögur að efni sem hann gæti haft áhuga á. Related posts virkar þannig að Jetpack fer yfir allar færslurnar á vefnum þínum, greinir þær og birtir aðrar færslur eftir skyldleika. Á vef Jetpack má meðal annars lesa sér til um það að margir af þeim vefjum sem hafa sett inn viðbótina hafi séð mikla aukningu í flettingum.

Sem dæmi má nefna að greina mátti aukningu upp á 79% á heimsóknum þar sem notandi smellir á fleiri greinar þegar bornar voru saman síður með og án virkninnar.  Það væri fróðlegt að sjá hvort hægt væri að ná svipaðri aukningu íslenskum vefjum.

Mynd: Jetpack.me

Mynd: Jetpack.me

Allt það besta frá WordPress.com

jetpack

Það fyrsta sem margir taka eftir þegar þeir fara frá því að smíða vef á WordPress.com yfir í að smíða WordPress.org vef á eigin hýsingu er að margar þær einföldu viðbætur sem eru innbyggðar á WordPress.com eru ekki lengur sýnilegar.

Fyrir þá sem ekki þekkja Jetpack þá inniheldur viðbótin í raun safn viðbóta (e. plugins) frá WordPress.com. Mætti segja að viðbótin innihaldi margt það besta sem WordPress.com hefur upp á að bjóða. Með því að sækja viðbótina má því nýta sér þessar sömu viðbætur, ásamt því að halda í sveigjanleikann sem fylgir því að hýsa WordPress vefinn sjálfur.

Viðbótina má sækja ókeypis hér eða leita eftir “Jetpack” undir Plugins > Add plugin. Athugið að Jetpack er í stöðugri þróun og því viðbúið að viðbótin gæti mögulega lent í árekstrum við einhverja af þeim viðbótum sem þegar eru í notkun á vefnum. Besta ráðið er því oft að byrja með eins fáar viðbætur og hægt er og bæta síðan í eftir þörfum.

Jetpack í hnotskurn

Publicize

Tengir vefinn þinn við Facebook, Twitter, LinkedIn og fleiri vinsæla samfélagsmiðla þannig að þegar færslan (e. post) er gefin út fer hún samstundis á þá samfélagsmiðla sem hafa verið tengdir Publicize.

WordPress Stats

Einföld tölfræði (e. analytics) eins og við þekkjum hana frá WordPress.com. Sýnir okkur hvaða síður og færslur er mest skoðaðar, hvaðan gestir á vefinn eru að koma og eftir hvaða leitarorðum á Google þeir hafa rambað inn á vefinn okkar.

Notifications

Tilkynningar frá öllum okkar WordPress vefjum, óháð hýsingu, á einn stað.

Comments

Tekur yfir þekkta “leave a reply” athugasemdakerfið í WordPress með öðru athugasemdakerfi sem getur auðkennt beint út frá Facebook og Twitter aðgangi.

Continue reading