Vefverslun í WordPress

Næsta námskeið í WordPress vefverslun verður haldið miðvikudaginn. 24. feb. og mánudaginn 29. ferúar. kl. 16:15 – 19:15 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig setja má upp vefverslun í WordPress með WooCommerce viðbótinni, farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefversluninni með stílsniðum (e. themes).

storefront

WooCommerce vefverslun með Storefront stílsniðinu

Ætlast er til að nemendur hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu, en kennt verður á kerfið miðað við hýsingu á WordPress.org kerfinu. Notast er við WooCommerce vefverslunarkerfið. Nemendur fá ókeypis æfingavef til afnota á meðan námskeiðinu stendur.

Umsagnir ánægðra þátttakenda

„Kennarinn útskýrir ferlin vel sem þarf að framkvæma til að setja upp sína eigin vefverslun, jafnvel þó maður hafi ekki mikinn grunn í WordPress.

Skráning og nánari upplýsingar á vef EHI

WordPress framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið í WordPress verður haldið fimmtudaginn. 7. og mánudaginn 11. apríl kl. 15:00 – 19:00  hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Á námskeiðinu er farið nánar í það hvernig sníða má WordPress vefi frekar að eigin þörfum með því að notast við WordPress viðbætur (e. Plugins) og nemendur fá einnig að prófa hvernig má sníða til stílsnið (e. themes) með því að nota CSS.

Á meðal þess sem verður farið yfir á námskeiðinu:

  • Hvernig hýsa má eigin vef í WordPress og hvernig sníða má vefinn frekar að eigin þörfum
  • Hvernig hægt er að nýta sér stílsnið til að breyta viðmóti og virkni
  • Hvernig hægt er að nota viðbætur (e. plugins) og ýmsa sérvirkni til að sérsníða WordPress.org kerfið enn frekar

Notast verður við plugin eins og Jetpack frá Automattic og fleiri. Ætlast er til að nemendur hafi góða grunnþekkingu á WordPress kerfinu, en kennt verður á kerfið miðað við hýsingu á WordPress.org kerfinu. Nemendum er útveguð ókeypis prufuhýsing á meðan námskeiðinu stendur.

Umsagnir ánægðra þátttakenda
“Námskeiðið fær fullt hús stiga”

Skráning og nánari upplýsingar á vef EHI