WordPress framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið í WordPress verður haldið fimmtudaginn. 7. og mánudaginn 11. apríl kl. 15:00 – 19:00  hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Á námskeiðinu er farið nánar í það hvernig sníða má WordPress vefi frekar að eigin þörfum með því að notast við WordPress viðbætur (e. Plugins) og nemendur fá einnig að prófa hvernig má sníða til stílsnið (e. themes) með því að nota CSS.

Á meðal þess sem verður farið yfir á námskeiðinu:

  • Hvernig hýsa má eigin vef í WordPress og hvernig sníða má vefinn frekar að eigin þörfum
  • Hvernig hægt er að nýta sér stílsnið til að breyta viðmóti og virkni
  • Hvernig hægt er að nota viðbætur (e. plugins) og ýmsa sérvirkni til að sérsníða WordPress.org kerfið enn frekar

Notast verður við plugin eins og Jetpack frá Automattic og fleiri. Ætlast er til að nemendur hafi góða grunnþekkingu á WordPress kerfinu, en kennt verður á kerfið miðað við hýsingu á WordPress.org kerfinu. Nemendum er útveguð ókeypis prufuhýsing á meðan námskeiðinu stendur.

Umsagnir ánægðra þátttakenda
“Námskeiðið fær fullt hús stiga”

Skráning og nánari upplýsingar á vef EHI

WordPress vefur á mörgum tungumálum

Uppfært 27.09.2015 – Polylang bætt við þýðingarviðbætur.

Með aukinni útbreiðslu og vinsældum WordPress eykst þörfin á ýmsum viðbótum. Eitt af því sem margir velta fyrir sér er hvernig við gefum út WordPress vef á fleiri en einu tungumáli eða leyfum notandanum að velja tungumál á einfaldan hátt, t.d með því að smella á fána á heimasíðunni.

Áður en farið er af stað í slíkar æfingar væri ágætt að staldra við og skoða hver markhópurinn er, hvert er fyrsta (e. primary) tungumál á vefnum og hvort æskilegt er að setja upp sér vef fyrir hvert tungumál. Einnig væri vert að skoða hvaða áhrif þetta hefði á leitarniðurstöður í Google. Það að gera vef eða vefi á fleiri en einu tungumáli er því ekki einungis tæknileg áskorun.

qTranslate skjámynd

qTranslate í WordPress ritlinum – Mynd frá WordPress.org

Við gætum tekið dæmi þar sem kynna þarf vöru/þjónustu á þremur tungumálum og bæði viðskiptalegir og markaðslegir hagsmunir gerðu þær kröfur að kynna þyrfti vöruna á ólíkan hátt eftir markaðssvæðum, t.d. með mismunandi verði, áherslum og ímynd.

Skoðum nokkrar ólíkar nálganir, hvernig mætti útfæra þær og kosti/galla.

Continue reading