Allt það besta frá WordPress.com

jetpack

Það fyrsta sem margir taka eftir þegar þeir fara frá því að smíða vef á WordPress.com yfir í að smíða WordPress.org vef á eigin hýsingu er að margar þær einföldu viðbætur sem eru innbyggðar á WordPress.com eru ekki lengur sýnilegar.

Fyrir þá sem ekki þekkja Jetpack þá inniheldur viðbótin í raun safn viðbóta (e. plugins) frá WordPress.com. Mætti segja að viðbótin innihaldi margt það besta sem WordPress.com hefur upp á að bjóða. Með því að sækja viðbótina má því nýta sér þessar sömu viðbætur, ásamt því að halda í sveigjanleikann sem fylgir því að hýsa WordPress vefinn sjálfur.

Viðbótina má sækja ókeypis hér eða leita eftir “Jetpack” undir Plugins > Add plugin. Athugið að Jetpack er í stöðugri þróun og því viðbúið að viðbótin gæti mögulega lent í árekstrum við einhverja af þeim viðbótum sem þegar eru í notkun á vefnum. Besta ráðið er því oft að byrja með eins fáar viðbætur og hægt er og bæta síðan í eftir þörfum.

Jetpack í hnotskurn

Publicize

Tengir vefinn þinn við Facebook, Twitter, LinkedIn og fleiri vinsæla samfélagsmiðla þannig að þegar færslan (e. post) er gefin út fer hún samstundis á þá samfélagsmiðla sem hafa verið tengdir Publicize.

WordPress Stats

Einföld tölfræði (e. analytics) eins og við þekkjum hana frá WordPress.com. Sýnir okkur hvaða síður og færslur er mest skoðaðar, hvaðan gestir á vefinn eru að koma og eftir hvaða leitarorðum á Google þeir hafa rambað inn á vefinn okkar.

Notifications

Tilkynningar frá öllum okkar WordPress vefjum, óháð hýsingu, á einn stað.

Comments

Tekur yfir þekkta “leave a reply” athugasemdakerfið í WordPress með öðru athugasemdakerfi sem getur auðkennt beint út frá Facebook og Twitter aðgangi.

Subscriptions

Auðveldar lesendum að gerast áskrifendur að nýju efni og fá það sent beint í email á vel læsilegu formi.

Likes

WordPress likes gerir okkur kleift að nota sama “læk” möguleikann og boðið er upp á hjá WordPress.com.

Carousel

Myndagallerí með smekklegri fullscreen birtingu þar sem hægt er að blaða fram og aftur með píluhnöppunum. Einfalt og gott.

Post by email

Enginn vafri? Ekkert vandamál. Fyrir þá sem vilja vera oldschool þá er hægt að gefa út nýtt efni á vefnum með tölvupósti.

Sharing

Like- og deila hnappar fyrir alla helstu samfélagsmiðlana.

Spelling and grammar

Prófarkarlestur á ensku fyrir vefinn þinn.

VaultPress

Afritunar- og öryggisþjónusta fyrir vefinn þinn (ekki ókeypis). Rétt er að athuga hverning afritunarþjónustu  (e. backup) hýsingaraðilinn þinn býður upp á áður en þú ferð að spá í VaultPress.

Onmisearch

Leitarvél sem leitar að öllu – bæði á innan og utan vefjarins.

Gravatar Hovercards

Gravatar nafnpjöldin komin á vefinn þinn.

Contact form

Einfalda og notendavæna hafa-samband formið sem margir þekkja frá WordPress.com. Sendir skilaboðin til okkar í tölvupósti.

Tiled galleries

Myndagallerí í viðhafnarútgáfu.

Widget visibility

Stjórnaðu á hvaða síðum hvaða síðuhlutar (e. widget) birtast.

Google+ profile

Tengu Google+ við WordPress vefinn þinn. Birtir færslur sjálfkrafa á Google+ og leyfir þér að nota Google+ prófílinn þinn í athugasemdakerfinu.

WP.me shortlinks

WordPress býr til styttri útgáfu af tenglunum á vefinn þinn. Hentugt fyrir ýmsa micro-format samfélagsmiðla eins og t.d. Twitter.

Custom CSS

Einföld leið fyrir þá sem kunna eitthvað á CSS þá sem þurfa að breyta útliti eða viðmóti á WordPress vefnum án þess að fara út í að smíða nýtt dóttursnið (e. child theme).

Shortcode embeds

WordPress shortcodes fyrir t.d. Vimeo, Soundcloud og YouTube.

Mobile theme

Mobile er framtíðin. Ef stílsniðið þitt er ekki snjallt (e. responsive) þá gæti þetta verið reddingin.

Beautiful math

Fyrir nördana. Bætir við möguleikum á stærðfræðitáknum á borð við þau sem við þekkjum úr LaTeX.

Extra sidebar widgets

Bætir við ágætis safni af síðuhlutum (e. widgets) í widget library.

Infinite scroll

Skrunaðu til eilífðar með infinite scroll.

Photon

Nýttu þér sama CDN og WordPress notar. Photon er ókeypis og því pínu snilld.

JSON API

JSON / REST vefþjónustur fyrir WordPress vefi.

WordPress Connect

Auðkennir notendur út frá WordPress innskráningu.

Mobile push notifications

Sjálfvirkar tilkynningar í iPhone og Android snjallsíma þegar einhver skrifar athugasemd við færslu á vefnum þínum.

Enhanced Distribution

Betri dreifing og sýnileiki fyrir efnið þitt á Internetinu.

VideoPress

Fyrir þá sem hafa keypt premium pakkann á WordPress.com þá er hægt að nýta sér sömu þjónustu á vef sem hýstur er annarsstaðar.

Sækja Jetpack

  • Jetpack má sækja hér eða með því að leita eftir “Jetpack” undir Plugins > Add plugin og smella á “install”.

Leave a Reply